Bjórkjúklingur hefur verið vinsæll meðal landans undanfarin ár - en hafið þið prófað reyktan bjór kjúkling! Þessi slær sko í gegn... Heill kjúklingur 1 matskeið gróft salt 1 matskeið gróf malaður pipar 1 matskeið laukduft 1 matskeið hvítlauksduft 1 teskeið cumin (ekki kúmen) 1 teskeið paprikuduft 1 teskeið pipar 1 dós af bjór Viðarkubbabragð eftir smekk (mælum með t.d. epla eða pecan) Aðferð: 1. Forhitið ofninn 2. Blandið öllu kryddi saman og nuddið á kjúklinginn 3. Hellið bjórnum í lítinn pott og sjóðið í u.þ.b. 5 mínútur, hellið svo aftur í dósina 4. Setjið kjúkling ofan á dósina, en...
Vinsældir heitreykts lax hér á landi fer stöðugt vaxandi, eru dæmi um að slíkar vörur seljist upp í verslunum og framleiðendur hafa þurft að tvöfalda framleiðsluna. Við Íslendingar erum spennt fyrir nýjungum og ekki sakar þegar slíkar nýjungar eru svo líka bráðhollar! Heitreyktur lax passar líka vel inn í Ketó mataræðið sem margir Íslendingar aðhyllast. Heitreykts lax er svo líka hægt að njóta á svo marga mismunandi vegu, sem aðalréttur, á brauð, í salat, í pasta, í laxasalat ofl.
Pulled pork eða rifið svín hefur notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarin ár, enda bragðgóður réttur sem bæði fullorðnir og börn elska. Hér er ein slík uppskrift sem er elduð í Bradley reykofninum, sem gefur kjötinu hið eftirsótta og ójafnanlega reykjarbragð! Í rauninni tekur þessi eldunaraðferð rifna svínið upp á næsta stig!