Vinsældir heitreykts lax hér á landi fer stöðugt vaxandi, eru dæmi um að slíkar vörur seljist upp í verslunum og framleiðendur hafa þurft að tvöfalda framleiðsluna. Við Íslendingar erum spennt fyrir nýjungum og ekki sakar þegar slíkar nýjungar eru svo líka bráðhollar! Heitreyktur lax passar líka vel inn í Ketó mataræðið sem margir Íslendingar aðhyllast. Heitreykts lax er svo líka hægt að njóta á svo marga mismunandi vegu, sem aðalréttur, á brauð, í salat, í pasta, í laxasalat ofl.