Uppskriftir
Reyktur lax

Einn í teyminu reykti lax um helgina. Við vorum svo heppin að hann kom með smakk handa okkur í dag - vá hvað laxinn rann ljúflega niður! Hátíðarlaxinn með dillinu kom alveg sérstaklega vel út úr smakk testinu ;) Gróft salt 1 kg á móti 750 gr af púðursykri blandað saman og fiskur þakinn með blöndunni og hafður í kæli í 12 tíma Blandan skoluð af með köldu vatni og fiskur þurrkaður og látinn standa í smá stund Reyktur í 8 klukkutíma með blöndu af krisuberja og hlyn viðarkubbum
Grillað með Bradley reykbragðkubbum

Þú getur líka skellt bragðreykkubbunum á grillið og náð þannig fram skemmtilegu og öðruvísi reykjabragði á grillmatinn! Hitið grillið og þegar það er tilbúið skellið þið 1-2 stk af Bradley bragðviðarkubbum á álbakka og á grindina. Þegar kubbarnir eru byrjaðir að reykja skellið þið matnum með á grillið og lokið. Grillið eins og vanalega en skiptið út viðarkubbunum á 15-20 mínútna frest, þar til grillmaturinn er tilbúinn eða þið teljið reykjabragðið vera nóg. Þetta er hugsað sem hæggrillun, þannig þið viljið ekki hafa grillið á hæstu stillingu eða hita. Gott er að vera búin að láta kjötið liggja í pækli...
Reyktur bjór kjúklingur

Bjórkjúklingur hefur verið vinsæll meðal landans undanfarin ár - en hafið þið prófað reyktan bjór kjúkling! Þessi slær sko í gegn... Heill kjúklingur 1 matskeið gróft salt 1 matskeið gróf malaður pipar 1 matskeið laukduft 1 matskeið hvítlauksduft 1 teskeið cumin (ekki kúmen) 1 teskeið paprikuduft 1 teskeið pipar 1 dós af bjór Viðarkubbabragð eftir smekk (mælum með t.d. epla eða pecan) Aðferð: 1. Forhitið ofninn 2. Blandið öllu kryddi saman og nuddið á kjúklinginn 3. Hellið bjórnum í lítinn pott og sjóðið í u.þ.b. 5 mínútur, hellið svo aftur í dósina 4. Setjið kjúkling ofan á dósina, en...
Einfaldur heitreyktur lax

Pulled pork - rifið svínakjöt
