Þú getur líka skellt bragðreykkubbunum á grillið og náð þannig fram skemmtilegu og öðruvísi reykjabragði á grillmatinn!
- Hitið grillið og þegar það er tilbúið skellið þið 1-2 stk af Bradley bragðviðarkubbum á álbakka og á grindina.
- Þegar kubbarnir eru byrjaðir að reykja skellið þið matnum með á grillið og lokið.
- Grillið eins og vanalega en skiptið út viðarkubbunum á 15-20 mínútna frest, þar til grillmaturinn er tilbúinn eða þið teljið reykjabragðið vera nóg.
Þetta er hugsað sem hæggrillun, þannig þið viljið ekki hafa grillið á hæstu stillingu eða hita. Gott er að vera búin að láta kjötið liggja í pækli til að það nái að opna sig og taki því vel við reyknum.
Einn starfsmaður okkar grillreykir heilt lambalæri í c.a. 3 klst og notar í það 6 stk af viðarkubbum.
Hér getið þið skoðað mismunandi bragðtegundir viðarkubbanna.
Skildu eftir athugasemd