Leita

Reyktur bjór kjúklingur

Bjórkjúklingur hefur verið vinsæll meðal landans undanfarin ár - en hafið þið prófað reyktan bjór kjúkling! Þessi slær sko í gegn...

Heill kjúklingur

1 matskeið gróft salt

1 matskeið gróf malaður pipar

1 matskeið laukduft

1 matskeið hvítlauksduft

1 teskeið cumin (ekki kúmen)

1 teskeið paprikuduft

1 teskeið pipar

1 dós af bjór 

Viðarkubbabragð eftir smekk (mælum með t.d. epla eða pecan)

 

Aðferð: 

1. Forhitið ofninn

2. Blandið öllu kryddi saman og nuddið á kjúklinginn

3. Hellið bjórnum í lítinn pott og sjóðið í u.þ.b. 5 mínútur, hellið svo aftur í dósina

4. Setjið kjúkling ofan á dósina, en passið að ýta dósinni ekki alla leið inn

5. Reykið kjúkling í 2 klst og eldið svo í auka 2 klst við 115°C hita, eða þar til kjúklingur hefur náð kjarnhitanum 79°C. 

6. Skerið kjúkling niður og njótið! 

 

Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.

Leita