Vinsældir heitreykts lax hér á landi fer stöðugt vaxandi, eru dæmi um að slíkar vörur seljist upp í verslunum og framleiðendur hafa þurft að tvöfalda framleiðsluna. Við Íslendingar erum spennt fyrir nýjungum og ekki sakar þegar slíkar nýjungar eru svo líka bráðhollar! Heitreyktur lax passar líka vel inn í Ketó mataræðið sem margir Íslendingar aðhyllast. Heitreykts lax er svo líka hægt að njóta á svo marga mismunandi vegu, sem aðalréttur, á brauð, í salat, í pasta, í laxasalat ofl.
Heitreyktur lax
2 laxaflök
Þurrsöltun:*
50g salt
50g púðursykur**
Alder (elri) bragðs Bradley viðarkubbar (mælum líka með Pacific viðarkubbunum eða auðvitað ykkar uppáhalds)
*Þurrsöltunarblanda miðast við 2 flök – auðvelt að stækka uppskrift sem nemur magni af fisk
** Notið Sukrin Gold til að gera ketó heitreyktan lax
Aðferð:
- Blandið saman salt og púðursykri og nuddið á fiskflökin
- Setjið laxinn í kæli í 30 mínútur
- Skolið þurrsöltunarblönduna af laxinum og þurrkið með hreinu viskustykki. Látið svo laxinn þorna almennilega á þurrkgrind í a.m.k. klukkustund í ísskáp, án þess að hylja hann (svo það lofti vel um hann).
- Hitið Bradley reykofninn upp í 95°C
- Þegar laxinn er orðinn þurr er hann settur í reykofninn í 1,5-2 klukkustundir, eða þar til hann hefur náð eldunarhitanum 55-60°C.
Skildu eftir athugasemd