Leita

Pulled pork - rifið svínakjöt

Pulled pork eða rifið svín hefur notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarin ár, enda bragðgóður réttur sem bæði fullorðnir og börn elska. Hér er ein slík uppskrift sem er elduð í Bradley reykofninum, sem gefur kjötinu hið eftirsótta og ójafnanlega reykjarbragð! Í rauninni tekur þessi eldunaraðferð rifna svínið upp á næsta stig!

3-4 kg svínabógur með beini (hægt að sleppa beini)

3-4 dl lífrænn/hreinn eplasafi

Þurr kryddblanda (e. dry rub) sem ykkur finnst góð*

Epla bragðs Bradley viðarkubbar (eða ykkar uppáhalds)

*Mælum líka með þessari þurr kryddblöndu: salt, svartur pipar, paprika og hvítlauksduft.

 

Aðferð

  1. Stillið Bradley reykofninn á 121°C og forhitið í 15 mínútur.
  2. Skerið burt auka fitu af kjötinu (þannig að það sé kannski rétt um 3 mm þykk fiturönd eftir).
  3. Nuddið allar hliðar kjötsins upp úr þurr kryddblöndunni og látið standa í 20 mín.
  4. Setjið kjötið inn í reykofninn og eldið í 3-5 klst.
  5. Þegar kjötið hefur náð eldunarhitanum 71°C þá takið þið það út úr ofninum
  6. Takið fram bökunarplötu (til að koma í veg fyrir að sullist) og leggið á hana álpappír – nógu mikinn svo að þú getir pakkað kjötinu vel inn.
  7. Setjið kjötið á álpappír og hellið eplasafanum yfir kjötið og reynið að pakka sem mestum safa inn með kjötinu í álpappírinn.
  8. Setjið kjötið aftur inn í reykofninn í 3-4 klst eða þar til kjötið hefur náð eldunarhitanum 95°C (hér er bara verið að nota ofninn til að klára að elda og því er ekki þörf á viðarkubbum).
  9. Takið kjötið úr ofninum og látið hvíla í um 45 mínútur.
  10. Takið kjötið úr álpappír og geymið vökvan sem hefur safnast í álpappírinn til hliðar.
  11. Færið kjötið yfir á fat.
  12. Fjarlægið beinið og auka fitu ef einhver er eftir, rífið/tætið svo kjötið niður.
  13. Hellið svo aftur vökvanum yfir kjötið og blandið saman.

Berið fram eitt og sér, eða á samlokur. Mjög gott að blanda BBQ sósu saman við kjötið. 

Klassík pulled pork samloka er samsett úr rifnu svínakjöti sem búið er að blanda saman við góða BBQ sósu, hrásalat (ekki verra ef það er heimagert) og súrar gúrkur.

Einnig er gaman að prófa að skella einhverju af eftirfarandi á pulled pork samlokuna: Karamelluseraður laukur, smjörsteiktir sveppir, steikt eða bökuð paprika, jalapenos, bræddur ostur, kartöfluflögur (smá til að bryðja á) – um að gera að prófa sig áfram og láta reyna á eitthvað nýtt!

Endilega deilið með okkur hvernig ykkur líkar uppskriftin og hvernig þið báruð kjötið fram!

Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.

Leita