Hnetuviðurinn gefur frá sér kröftugan og örlítið sætan reyk og er ein vinsælasta viðartegundin til reykingar. Hún er talin sú besta til reykinga á svínakjöti. Ef reykjabragðið er of kröftugt er hægt að milda það með því að blanda hnetu og eikar viðarkubbum. Hnetan passar auk þess vel með fuglakjöti, nauti, villibráð, hnetum og osti. 48 stk í pakka.
Lykilinn að velgengni Bradley reykofnanna eru bragðviðarkubbarnir. Kubbarnir eru framleiddur úr harðviði sem er þjappað saman í nákvæmu magni, undir ákveðnum þrýstingi og réttum þéttleika. Bragðið af reyknum ákvarðast svo út frá þeim mismunandi viðartegundum sem verið er að brenna.
Bradley reykofninn brennur hvern viðarkubb í 20 mín og framleiðir þannig hreint reykjabragð. Þegar kubburinn hefur brunnið ýtir næsti kubbur honum af hita plattanum og niður í vatnsskál þar sem að slökknar á honum, svo að hann myndi ekki sót. Þessi hringrás heldur svo áfram þar til viðarkubbarnir klárast.
Þegar viður brennur verður reykjarbragðið til á byrjunarmínútum brunans. Þegar viðurinn hefur náð nægum hita til að brenna einn gefur hann frá sér ýmis úrgangsefni. Þessi úrgangsefni geta bæði eyðilagt bragðið og útlitið af reyktu matvörunni. Þegar viðurinn kemst á þetta stig brunans þá er mjög erfitt að hafa stjórn á reykferlinu. Bradley viðarkubbarnir leysa þennan vanda.
En viðarkubbarnir leysa ekki bara vandann varðandi óæskilegan hita heldur framleiða kubbarnir reyk sem er fjórum sinnum hreinni en reykur sem kemur frá álíka lausu viðarkurli sem notað er t.d. á reykjar-pönnun og boxum.
Skráðu þig hér og fáðu upplýsingar um nýjar vörur.