Dreifigreiður aftan á allar haugsugur
Mastek á Írlandi hefur áralanga reynslu af þróun og framleiðslu búnaðar til mykjudreifingar. Mastek hefur ávallt lagt áherslu á að bæta nýtingu búfjáráburðar og lækka þar með kostnað bænda við áburðarkaup á tilbúnum áburði. Dreifing verður jafnari og vindur hefur minni áhrif en þegar dreift er með hefðbundnum hætti. Lykt við dreifingu minnkar auk þess umtalsvert með þessari aðferð.
Nokkar greiður eru komnar í notkun hér á Íslandi og hafa vakið mikla lukku.
Allur búnaðurinn er galvenseraður.
Sérstaklega öflugur vökvaknúinn tætari í matara sem dælir út í greiðuna.
Einnig hægt að dreifa með hefðbundnum hætti án þess að fjarlægja greiðuna.
Tvær stærðir í boði aftan á tanka, sem skrúfast beint á, í staðin fyrir lok haugsugunar, þarf ekkert að rafsjóða á tankinn. 7,5 metra vinnslubreidd og 8 metra vinnslubreidd.
Dreifigreiðan er í senn einföld og létt, minni gerðin vegur aðeins 425 kg og sú stærri 450 kg. Greiðan passar því við hvaða tank sem er.
Mastek býður upp á miklu fleiri gerðir af greiðum og einnig slöngukerfi frá haughúsi út á tún.
Sjá myndband frá framleiðanda HÉR.
Frekari upplýsingar veita sölumenn okkar.
Jóhannes - johannes@lci.is s: 822-8636
Jón Stefán - jonstefan@lci.is s: 822-8616
Skráðu þig hér og fáðu upplýsingar um nýjar vörur.