Leita

Þurrkofn Deluxe

Hágæða þurrkofn sem er afkastamikill og einfaldur í notkun. Í Atacama pro deluxe þurrkofninum getur þú m.a. þurrkað sveppi, fisk, ber, ávexti, kryddjurtir, grænmeti, kjöt og fl., en viðhaldið gæðum og bragði.  

Til að ná góðum árangri í þurrkun matvæla þarf hitastig, lofthraði og tími að vinna vel saman. Stýrikerfið í Atacama þurrkofninum er með þægilegum stýriskjá þar sem þú getur á auðveldan hátt breytt og stjórnað þessum mikilvægu þáttum og þar með tryggt góð gæði þurrkunnar. Einnig er hægt að færa blásara á milli enda til að stytta þurrkunartíma og ná enn jafnari þurrkun.  

Hugmyndir af matvælum til að þurrka: Sveppir, tómatar, epli, bananar, heimagerður harðfiskur (í bitum tekur það c.a. 34 klst.), búa til eigið krydd úr þurrkuðu grænmeti og jurtum, þurrkað kjöt (beef jerky) og þurrkað hangikjöt!  

  • Ryðfrítt stál og styrkt nýlon
  • Digital stjórnborð
  • 6 skúffur úr ryðfríu stáli
  • 5 sjálfvirk þurrkunarkerfi
  • 1 EVO þurrkunarkerfi
  • 1DELAY þurrkunarkerfi, sem seinkar byrjunartíma
  • "Wide flow" sérútbúin tækni hjá Tre Spade, sem sér um að halda jafnri þurrkun á öllum skúffum
  • Þurrskápur sér um að halda þurrkunarskilyrðum stöðugum þegar þurrkunarkerfi hefur lokið þurrkun og þar til notandi fjarlægir innihaldið
  • Þurrksvæði: 5500 sm2
  • Þyngd: 5,5 kg
  • Mál: 27x26x50 sm
  • Rafmagn: 220-240V/40-60Hz
  • Wött: 500W
     

      Leita