Hágæða þurrkofn sem er afkastamikill og einfaldur í notkun. Í Atacama pro deluxe þurrkofninum getur þú m.a. þurrkað sveppi, fisk, ber, ávexti, kryddjurtir, grænmeti, kjöt og fl., en viðhaldið gæðum og bragði.
Til að ná góðum árangri í þurrkun matvæla þarf hitastig, lofthraði og tími að vinna vel saman. Stýrikerfið í Atacama þurrkofninum er með þægilegum stýriskjá þar sem þú getur á auðveldan hátt breytt og stjórnað þessum mikilvægu þáttum og þar með tryggt góð gæði þurrkunnar. Einnig er hægt að færa blásara á milli enda til að stytta þurrkunartíma og ná enn jafnari þurrkun.
Hugmyndir af matvælum til að þurrka: Sveppir, tómatar, epli, bananar, heimagerður harðfiskur (í bitum tekur það c.a. 34 klst.), búa til eigið krydd úr þurrkuðu grænmeti og jurtum, þurrkað kjöt (beef jerky) og þurrkað hangikjöt!
Skráðu þig hér og fáðu upplýsingar um nýjar vörur.