Pichon tæki

Haugsugur, haughrærur og taðdreifarar 

Landbúnaður framtíðarinnar verður að huga að vistvænum aðferðum. Með það í huga og einnig hækkuðu heimsmarkaðsverði á tilbúnum áburði á tún hefur nýting búfjársáburðar aldrei verið mikilvægari. 

Franski framleiðandinn Pichon hefur allt frá 5. áratug síðustu aldar lagt sig fram við að þróa búnað sinn með fólk og umhverfið í huga. Með sjálfbæran landbúnað að markmiði framleiða þeir búnað sem nýtir lífrænan búáburð sem allra best.

Haughærur

Haughrærur
Sérstök lögun skrúfunnar gerir hræringu einstaklega kraftmikla. Hnífar við enda gera það að verkum að heyagnir og annað rusl getur ekki flækst í skrúfu og gert henni erfiðari fyrir. Einstaklega sterkbyggð yfirbygging ásamt sterku innvolsi gerir þessar skrúfur mjög endingargóðar og áreiðanlegar.

Haugsugur

Haugsugur

Við fáum ráðleggingar frá sérfræðingum Pichon til að mæla með besta tækinu sem hentar hverjum bónda fyrir sig. Hver haugsuga er sérsmíðuð eftir ósk viðskiptavinar og gerir það að verkum að viðskiptavinur fær nákvæmlega það tæki sem hann biður um.

 BÆKLINGUR 

Taðdreifarar

Taðdreifari

Einstaklega sterkir og áreiðanlegir dreifarar. Val um mikið úrval dreifibúnaðar sem hentar öllum húsdýraáburði, lóðréttir sniglar eða láréttir og fl. Þetta tryggir hámarks árangur við dreifingu áburðar.

BÆKLINGUR

 

Frekari upplýsingar veita sölumenn okkar. 

Jóhannes - johannes@lci.is s: 822-8636

Jón Stefán - jonstefan@lci.is s: 822-8616